Embættismenn mega gera ekki neitt, vera fullir eða láta lítið fara fyrir sér. En þeir eyða ekki gögnum. Tilvist kerfisins hefur öldum saman byggzt á, að það safni gögnum. Jafnvel leyniþjónustan Stasi í Austur-Þýzkalandi safnaði viðamiklum gögnum. Hvernig datt íslenzkum embættismönnum í hug árið 1956 að eyða gögnum um Atlantshafsbandalagið? Ófyrirgefanlegt athæfi embættismanna, versti glæpur, sem þeir geta drýgt. Og það gerðist einmitt hér í bananalýðveldinu. Hver getur hér eftir tekið mark á íslenzkum embættismanni? Af hverju eru nöfn skúrkanna ekki birt?