Skúrkarnir dæma

Punktar

Frank Rich segir í New York Times, að fréttamennska í Bandaríkjunum fari versnandi. Hann nefnir þáttinn Crossfire, sem sé orðinn að skrípaleik. Þar hafi verið farið silkihönskum um fréttamanninn Armstrong Williams, sem fékk 240.000 dollara fyrir að styðja sjónarmið ráðuneytis menntamála. Rich gagnrýnir einnig, að Robert Novak, sem flæktur er í ýmsa spillingu, skuli vera annar stjórnandi þáttarins, hafandi þegið greiðslur frá fyrirtæki, sem kom á framfæri upplognum og óviðeigandi sjónarmiðum í aðdraganda síðustu kosninga um aðild John Kerry að stríðinu í Víetnam.