Ég er enginn sérstakur aðdáandi Viðskiptaráðs, en eitt nytsamlegt hefur það gert, borið saman skattastefnur flokkanna. Segir, að Miðflokkurinn sé með „áberandi óskýrustu stefnuna“. Skýra stefnu hafa tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar, sem ganga þó sinn í hvora áttina. Sigmundur Davíð fær í samanburði Viðskiptaráðs algera falleinkunn. Miðflokkur hans er búinn til utan um einn sjónhverfingamann og mútara, sem byggir skýjaborgir til að láta kjósendur halda sig fá gefins pening. Tólf prósent kjósenda eru nógu ruglaðir og gráðugir til að gína við skrautflugum hans. Fólkið, sem ekkert skilur, en lætur auðveldlega heillast.