Skynsamlegt stjórnarskrár-ferli

Punktar

Skynsamlega afgreiddi Eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis tillögu Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hún verði borin undir atkvæði kjósenda í forsetakosningunum 30. júní. Kosið verði um tillöguna í heild og greidd atkvæði sérstaklega um fimm umdeild atriði. Þau eru um þjóðareign auðlinda, stöðu þjóðkirkjunnar, vægi atkvæða, skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslna og um persónukjör. Skynsamlegt er að bera einmitt þessi atriði undir þjóðina, því að sitt sýnist hverjum um þau. Síðan á Alþingi að afgreiða málið í haust. Vonandi ber Alþingi gæfu til að samþykkja þessa meðferð stjórnarskrárinnar.