Skynsemin ræður

Punktar

Landsfundarályktun Vinstri grænna um Evrópuviðræður stingur gat á þjóðrembu Ögmundar Jónassonar. Hann hefur blaðrað frá sér allt vit um glerperlur og eldvatn, logandi eldhaf í Evrópu og þrá Þjóðverja eftir lífsrými á Íslandi. Mér er minnisstætt, að þetta voru orðin, sem hann notaði. Ályktunin stingur líka gat á þjóðrembu Jóns Bjarnasonar skemmtikrafts, sem sí og æ tönnlast á, að Vinstri grænir hafi svikið stefnu flokksins. Vissulega eru Vinstri grænir enn andvígir Evrópuaðild, en þeir vilja klára viðræðurnar. Heimalningarnir Styrmir og Björn eru sótsvartir af bræði, telja sig svikna í tryggðum.