Boðskapur sjónvarpsþáttar Herdísar Þorvaldsdóttur er skýr og sannur. Ekki má beita sauðfé á móbergssvæði landsins. Allt sauðfé í landinu á að vera innan girðinga á samþykktum beitarsvæðum. Ríkið má ekki gefa landbúnaðinum fjóra milljarða króna á ári. Þetta er einfalt og óhrekjandi. Landgræðslan okkar er í lamasessi, því bændur fara sínu fram í 100% tillitsleysi. Hyggjast jafnvel moka fé inn í Þórsmörk eins og á Mývatnsöræfi. Botnlaust rugl á sama tíma og skattgreiðendur hafa ekki efni á að kaupa tæki á spítala. En ekki má gleyma, að kjósendur bera ábyrgðina, hafa áratugum saman kosið bófana til Alþingis.