Skýrslan er tilbúin

Punktar

Fráleitt er að fresta þjóðaratkvæðinu. Allir bíða eftir niðurstöðunni og viðræður málsaðila eru í salti á meðan. Enn fráleitara er að skýrsla sannleiksnefndarinnar komi út að loknu þjóðaratkvæði. Svo vel vill til, að skýrslan er tilbúin. Aðeins eru eftir athugasemdir málsaðila og viðbrögð sannleiksnefndar við þeim. Þess vegna getur Alþingi hafnað ósk nefndarinnar um frestun. Alþingi heimtar bara að fá skýrsluna strax í núverandi ástandi. Fellst hins vegar á, að athugasemdir komi ekki fyrr en eftir mánuð og nefndarviðbrögð mánuði síðar. Annars fer skýrslan fljótt að leka.