Skýrslan grisjast og myglar

Punktar

Skýrsla sannleiksnefndar var tilbúin til prentunar í janúar, þremur mánuðum of seint. Hún er enn ekki komin út. Stafar af, að menn eru að grisja hana til að fegra ástandið. Ekkert var því til fyrirstöðu að birta 500 síður af athugasemdum tólf skúrka við síðara tækifæri. Engin ástæða var til að bíða eftir því. Algengt er að skýrslur komi út í áföngum. Forseta Alþingis bar fyrir löngu að víta seinagang og undanbrögð nefndarmanna. Málið lyktar af Sjálfstæðisflokknum. Hann fékk þetta fólk til starfa í nefndinni. Ég ber ekkert traust til þess og hef engar væntingar um innihald skýrslunnar.