Slæmur fjárhagur NATO

Punktar

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af fjárhag NATO. Mikið fé þarf til þess að breyta vörn gegn Sovétríkjunum sálugu í sókn gegn meintum óvinum í þriðja heiminum, svo sem Írak og Afganistan. Evrópuríki NATO hafa hins vegar lítinn áhuga á framlögum til styrjalda. James Jones, yfirhershöfðingi bandalagsins kvartar sáran yfir þessu áhugaleysi á styrjöldum og hernámi í þriðja heiminum. Fjármálin verða senn tekin fyrir á fundi í Vilnius í Litháen. Þar verður lagt til, að ríki, sem ekki senda hermenn, svo sem Ísland, taki meiri þátt í kostnaðinum við svokallaða friðargæzlu.