Slagur í stað samráðs

Punktar

Hegðun ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði bendir til, að hún hafi gefizt upp við að knýja fram þjóðareign auðlinda. Hún hafi ákveðið að ýta vandanum til stjórnlagaþings. Nú hefur komið fram af öðrum ástæðum, að sú leið er ófær. Ekki er hægt að fresta málinu lengur. Verðum að vinda ofan af fyrri mistökum. Verstu mistökin voru hagsmunaaðila-nefnd Jóns Bjarnasonar, sem kvótagreifar tóku í gíslingu. Þjóðareign á auðlindum verður aldrei í samráði við kvótagreifa. Nauðsynlegt er að valta yfir þá. Þeir eru studdir af Flokknum og Framsókn, svo að slagurinn verður harður. En óhjákvæmilegur.