Nokkrir tugir fyrirtækja eru í gjörgæzlu bankanna. Einkum fyrirtæki, sem ekki er hægt að bjarga og má ekki bjarga. Tóku þátt í græðgisvæðingunni með því að steypa sér í vítahring skulda og ímyndaðra eigna. Útrásarfyrirtæki eða eignarhaldsfélög með pappírsbókhald í stað eigna. Eiga ekki tilverurétt í nýju Íslandi. Að svo miklu eða litlu leyti, sem í þeim var heilbrigður atvinnurekstur, er honum betur borgið á annan hátt. Í sjálfstæðum rekstri hjá nýjum eigendum og fyrst og fremst nýjum forstjórum. Helsjúkri fortíð pappírsfyrirtækjanna verður ekki slöngvað inn í heiminn, sem nú tekur við.