Slapp til Friðriks

Veitingar

Þessa daga er ekki flóafriður fyrir „Food and Fun“. Þvælist fyrir mér eins og skötudagur og þorramatur. Þá þarf ég nefnilega að leita uppi veitingahús með góðum mat. En Friðrik V var tagltækur á sinni vanalegu siglingu framhjá 7000 króna Fun. Fékk þessa fínu löngu pönnusteikta með ofnbökuðum kartöflum og hrásalati á 1800 kr. Ég tel þá kokka bezta, sem bezt kunna að elda fisk. Vilji ég steik, fer ég í fiskhús, þar sem kokkar kunna nákvæma eldunartíma. Svo er líka þessi indæla þjónusta og heimilisandi á Friðriki V. Mestu máli skiptir þó, að maturinn þar er matur en ekki aðallega litskrúðugur skúlptúr.