Slappir blaðamenn

Fjölmiðlun

Blaðamenn eru hættir að gera mun á fakta og rökum annars vegar og bulli hins vegar. Allt álit er jafnt fyrir þeim. Ef kynna á umdeilt mál, eru fengnir tveir kjaftaskar að rífast. Röng vinnubrögð, blaðamenn eiga að hafa burði til að finna fakta og rök. Eiga að grisja skóg fyrir okkur. Ekki núllstilla milli rugls og raka. Kastljósið með Frosta var dæmi um blaðamann, sem hafði ekki burði til að sjá gegnum froðu Frosta. Tölfræðilegar athugasemdir við áskorun á forsetann sýna grófar falsanir. Bloggarar fatta það, en blaðamenn ekki. Og nefnið ekki Fréttatímann í mín eyru, forsíðan þar var úti á túni.