Slátra innviðum spítalans

Punktar

Eftir verkfallsátök fengu spítalalæknar töluverða hækkun í samningum í vetur. Samt komu margir ekki aftur til starfa. Svo illt er orðið milli spítalalækna annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Læknar vilja heldur vera í svipuðum störfum í Noregi og Svíþjóð. Nú eru hjúkrunarkonur og ýmsar stéttir sérfræðinga á spítölum í verkfalli. Kannski fá þær mikla launahækkun, þegar upp er staðið. En þær koma ekki aftur til vinnu. Fara til Noregs. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp. Launahækkun mun ekki sætta málin, svo eitrað er milli þessara stétta og stjórnvalda. Hroki og tuddaskapur siðblindra ráðherra veldur vandanum.