Slátrun í Kastljósi

Punktar

Gunnari Þ. Andersen var slátrað í Kastljósi gærkvöldsins. Reynist hafa verið virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans á Guernsey. Fór þaðan úr flórnum í sæti forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki er von, að vel gangi þar á bæ. Gunnar undirritaði fundargerðir stjórna aflandsfélaga, lánasamninga og viðauka við þessa lánasamninga. Ennfremur sést af tölvupósti, að hann var virkur í öllu þessu starfi. Þar á meðal í viðskiptafléttum, sem voru á gráu svæði. Áður hafði hann haldið fram, að hann hafi bara verið þarna upp á punt. Nú er komið í ljós, að svo var alls ekki. Hann var höfuðpaur í braski.