Sleppa með 73% svik

Punktar

Í krónum talið hyggst Framsókn svíkja 73% af því, sem fólk hélt sig fá, efna 80 milljarða af 300, 5% af 20%. Menn deila um upphæðina, en matið liggur þó á bilinu 67-75% svik. Einnig svíkur Framsókn væntingar um STRAX. Enn er það ekki efnt, hálfu ári eftir kosningar. Þeim, sem spyrja um innihald, er sagt, að niðurfærslan fari að birtast um mitt næsta ár og taki fjögur ár. Enn er því ekki „tékki í pósti“, ekki einu sinni áður boðuð „reiknivél“. Sumir eru samt býsna sáttir við Framsókn sína og halla sér enn og aftur að kvalaranum. Frakkir pólitíkusar komast alltof langt og ítrekað á linnulausri lygi einni.