Sleppa undan gjöldum

Punktar

Starfsmannaleigur hafa vikizt undan greiðslum opinberra gjalda vegna innfluttra starfsmanna. Ríkið hefur rukkað þetta inn hjá verkkaupum á borð við Impregilo. Samkvæmt Evrópudómi er þetta ekki lögleg innheimtuleið. Ríkið getur ekki látið einkafyrirtæki sjá um innheimtu fyrir sig og þarf að magna eftirlit með starfsmannaleigum um allan helming. Ríkisvaldið hefur lítinn áhuga á málinu og það leiðir til tvenns. Annars vegar rukkast opinber gjöld verr en áður. Hins vegar batnar samkeppnisstaða ósvífinna starfsmannaleiga, sem komast upp með að hunza gjöld.