Slær eigið heimsmet

Punktar

Ríkisstjórn Vinstri grænna hyggst hækka eftirlaunaaldur úr 67 árum í 70. Bein árás á fátæka, sem eiga erfiðara en aðrir með að ná endum saman. Ríkisstjórnin neitar að hækka skattleysismörk, sem mundi bæta kjör fátækra. Í ótal smáatriðum saumar hún að fátæklingum til að þurfa ekki að hækka auðlindarentu og auðlegðarskatt. Þetta er ríkisstjórn hinna ríku fyrir hina ofsaríku. Enda hafa Vinstri græn ekki neinn áhuga á vanda hinna fátæku. Hafa aldrei sótt fylgi til verkafólks. Ég hélt þó, að þau gætu staðið í fæturna, þegar upp koma mál af þessu tagi. Stjórn Vinstri grænna setur nýtt heimsmet í vinnukröfum til aldraðra. Átti áður gamla metið.