Slóðin er rakin

Punktar

Mörgum lítilmennum er ókunnugt um, að prívat er ekki til á vefnum. Þeir flétta saman órökstuddum svívirðingum í meintu skjóli nafnleyndar. Þeir átta sig ekki á, að slóðin er eilíf og verður rakin, ef þess er þörf. Allt er geymt nútildags, þar á meðal skrár um símtöl frá einu númeri í annað. Einkaspjæjarar í Bandaríkjunum útvega fólki slíkar skrár fyrirvaralítið. Menn verða að gera ráð fyrir, að símtöl þeirra og spjall á vefnum geti verið opið öðrum, ef einhver nennir að leita. Varaformaður handboltadeildar Fram lenti þannig sjálfur réttilega í eigin nafnlausu spýju.