Slöðruðu biskupi til lands

Hestar

Árið 1253 þurfti að koma Heinreki biskup yfir Hvítá í Borgarfirði frá sáttafundi með Vestlendingum. Sturlunga segir: “Á sína hlið reið hvor, Jón járnbúkur og Böðvar úr Bæ. Reið Jón við strauminum, en Böðvar forstreymis. Egill og Eiríkur birkibeinn riðu fyrir vaðið. Áin tók í síðuna. Þá snaraði biskup af baki og fékk hann eigi uppi setið öðruvísi en þeir héldu honum á baki og slöðraði svo til lands, en af baki rak Indriða af Rauðsgili og Sigurð úr Kálfanesi og varð þeim borgið. Biskup mælti, er hann kom af ánni, að hann mundi aldrei á jafnófært vatn ríða síðan.” Samgöngur á Sturlungaöld.