Slök almannatengsli

Punktar

Almannatengsli Pírata eru slök. Margir þingmenn standa sig þó vel á þingi og hafa jafnframt samband við kjósendur, helzt á Pírataspjallinu. Smotterí er á lokaðri flokksrás, kannski eitt innlegg á viku og engin umræða, nánast dauð rás. Fleiri þing- og áhugamenn mættu vera virkir á Pírataspjallinu. Það hefur dofnað frá kosningum. Tröllin hafa verið rekin. Sama frétt á forsíðu dögum saman. Fúttið vantar. Ekki skárra hjá öðrum, en Stjórnmálaspjallið er töluvert virkara, einkum gegn múslimum. Sósíalistaflokkurinn er nokkru daufari en Pírataspjalllið og sama er að segja um Frjálshyggjufélagið. Pólitík er ekki hugleiðsla, heldur birtingar.