Slokknað í rústunum

Punktar

Fögnum því, að Kristján Þór hundskaðist til að semja við spítalalækna. Eldurinn er slokknaður í rústunum, hægt að fást við uppsagnir lækna, verkfall skurðlækna og tvöföldun biðlista. Ráðherrann var í felum mestan tímann, taldi enda hrun Landspítalans ágætt skref í átt til einkavæðingar að hætti Albaníu. Þvermóðska heilsuráðherra og fjármálaráðherra endurspeglaði þrá teboðsmanna í gróða af einkastofum Albaníu-Ásdísar. Samt er fyrir löngu sannað, að opinber rekstur er ódýrari og nær betri árangri. Einkaæðið byggist ekki bara á þráhyggju, heldur einnig á heimsku og mannvonzku ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins.