Ég varð í morgun fórnardýr slapprar blaðamennsku. Í Fréttatímanum er bútur af viðtali við mig um nafn- og myndbirtingu afbrotamanna. Sá texti er eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og er í fínu lagi. Sá, sem sá um forsíðuna, skildi hins vegar ekki textann. Hann hefur það eftir mér, að fréttaumfjöllun sé eins og opinberar aftökur áður fyrr. Það sagði ég ekki og meinti ekki. Ég sagði, að fréttir nútímans af glæpum ættu að vera eins og fréttir gamla tímans af dómum og aftökum á torgum þess tíma. Þarna varð samsláttur og skammhlaup í meiningunni hjá forsíðustjóra blaðsins. Léleg frammistaða þar.