Umgengni herstjóra Burma við Ibrahim Gambari sýnir eymd Sameinuðu þjóðanna. Hann var í Burma á vegum samtakanna að reyna að ná tali af ráðamönnum. Þeir gáfu honum ekki færi á sér, létu hann bíða á biðstofum. Jafnframt leituðu þeir að fulltrúum samtakanna í landinu og tóku þá fasta. Gambari varð að flýja og hefur ekki þorað að tala við blaðamenn síðan. Er hann þó kominn í öryggið í New York. Sneypuför hans sýnir virðingarleysi við heildarsamtök ríkja heims. Enginn talar um að hernema Burma, af því að Bandaríkin hafa komið illu orði á hernám harðstjórnarríkja. Það vita slúbbertar heimsins.