Slúbbertavernd

Fjölmiðlun

Farsímafélög geta rakið efni símtala þinna og sagt, hvar þú ert staddur hverju sinni. Þessar upplýsingar eru geymdar að minnsta kosti fimm ár og líklega endalaust. Ungt fólk er sátt við þetta. Það tekur þátt í YouTube, MySpace og Facebook, setur þar persónulegar upplýsingar. Í sumum tilvikum afar persónulegar. Í samanburði við þetta mikla gegnsæi er gegnsæi í birtum dómum bara smámunir. Dómar hafa frá upphafi Íslandsbyggðar verið kveðnir upp í heyranda hljóði. Persónuvernd vill láta ritskoða dóma fyrir birtingu. Það gagnast ekki venjulegu fólki, heldur slúbbertum einum í feluleik.