Fréttablaðið segir í dag á forsíðu: “Atvinnurekendur svíkja út bæturnar”. Þetta er uppslátturinn. Þar er haft eftir formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni, að fyrirtæki sendi starfsfólk á atvinnuleysisbætur. Láti það svo vinna áfram á lækkuðu kaupi. Þannig hafi reglur um atvinnusköpun verið notaðar til að niðurgreiða launakostnað. Í allri fréttinni rekur hvorki formaðurinn né blaðið neitt einasta dæmi þess, að þetta hafi gerzt. Öll fréttin er samfellt slúður. Hvernig er hægt að segja “atvinnurekendur svíkja út bæturnar” án þess að nefna dæmi? Er búið að reka alla hæfa blaðamenn?