Slúðurblað ber af öðrum

Fjölmiðlun

Bandaríska slúðurblaðið National Enquirer er tilnefnt til Pulitzer-verðlauna fyrir fréttir af framhjáhaldi John Edwards forsetaframbjóðanda. Reiknaði meira að segja barn í viðhaldið, sem reyndist síðar vera satt. Edwards hafði þindarlaust logið um sambandið og féll á því. Engir bandarískir fjölmiðlar tóku upp málið. Enquirer var eitt um það. Snobbaðir Bandaríkjamenn fyrirlíta blaðið og segja ekki satt orð í því. Oft hefur þó komið í ljós, að slúðrið er dagsatt. Einnig hafa komið til sögu vefmiðlar, svo sem Drudge Report. Rannsóknavinna slíkra miðla ber af hefðbundnum fjölmiðlum virðulegum.