Slúðurvísindi um svindl

Punktar

SlForstjóri Tryggingastofnunarinnar fór í fyrra til Norðurlanda. Karl Steinar Guðnason frétti þar, að systurstofnanir þar teldu fólk svindla mikið á sér. Hann kom heim og sagði svindl vera mikið á Íslandi, því að það væri mikið á Norðurlöndum. Í vor fór svo eftirlitsstjóri Tryggingastofnunarinnar til Norðurlanda. Gunnar Anderson frétti þar, að fólk teldi mikið svindlað á slíkum stofnunum. Hann kom heim og sagði, að hundruðum milljóna væri árlega stolið hér frá Tryggingastofnuninni. Þetta eru slúðurvísindi. Getur ekki einhver upplýst þá um, að slúður að utan segir ekkert um ástandið hér?