Smáðir Windows-ingar

Punktar

Frá upphafi almenningstölva og fram undir aldamót töldu flestir tölvumenn, að Microsoft væri málið.  En mér varð strax ljóst, að Apple var málið og reyndist hafa rétt fyrir mér. Windows-menn liggja smáðir hjá garði, gott á ykkur, en Apple sigraði heiminn með Mac, iPad og iPhone. Nýir keppendur komu á borð við Linux, Android, Google og Amazon. Svo að framtíðin er enn opin. Eitt er þó ljóst, að þar er hvorki rúm fyrir Microsoft né Windows. Ég notaði Apple fyrir daga Mac (Apple II) og nota nú öll gervin, Mac, iPad og iPhone. Hef úr þessu ekki áhyggjur af að þurfa að skipta um tölvuskoðun. Svo lengi mun ég ekki lifa.