Smala þrælum til skítverka

Punktar

Kvótagreifar hyggjast smala sjómönnum sínum um borð í skip í nótt og sigla með þá til Reykjavíkur. Til að láta þá mótmæla nýjum kvótalögum á morgun á Austurvelli. Í fyrsta sinn í sögu landsins er fólki smalað til útifundar að hætti einræðisherra og harðstjóra. Ákvörðunin er gott dæmi um æði greifanna, yfirgang og frekju. Sjómenn þora auðvitað ekki annað en að láta smala sér um borð. Annars mundu þeir missa plássið. Þetta verður aumasta stundin í sögu íslenzkrar alþýðu, þegar sjómenn láta skipa sér að steyta hnefann í átt til löggjafans. Greifarnir eru vanir að hafa fólk á kaupi til allra skítverka.