Smávaxið er bezt

Punktar

Þumalputtaregla segir mér, að grænmeti sé bragðmeira því smávaxnara sem það er. Litlar gulrætur eru betri en stórar og litlar rófur betri en stórar. Stórvaxið grænmeti og raunar ávextir líka eru afleiðing ýkjuræktunar. Lítil epli eru betri en stór, litlir tómatar betri en stórir. Þetta er handhæg aðferð við val, þegar tími er naumur. Hingað er oftast flutt ódýr ferskvara, sem er stór í sniðum. Hún stenzt ekki samjöfnuð við innlenda og smávaxna ferskvöru frá garðyrkjunni. Þegar við skoðum bæjarmarkaði og þorpsmarkaði í Evrópusambandinu, kynnumst við hins vegar mun betri ferskvöru en hér fæst.