Smitandi morfísismi

Punktar

Bjarni Benediktsson er farinn að tala eins og morfísisti, þannig að ég skil ekki baun. Ekki frekar en ég hef hugmynd um, hvað Birgir Ármannsson sagði, þegar hann hefur lokið máli sínu. Orðnotkun Bjarna er orðin framúrstefnuleg. Talar um „ómögulegheit“ og dularfulla „aðkomu“ fólks, aðra en aðild þess að þjóðaratkvæði. Segir viðræðuslit við Evrópu vera „ekki á dagskrá alþingis“, en ég skil ekki hvers vegna og hvernig. Segir „óraunsætt“ að greiða atkvæði um þetta þingmál; og ég klóra mér í hausnum. Hver kenndi honum að blaðra þannig, að ekki sé heil brú í samhenginu? Er morfísismi smitandi sjúkdómur?