Málaferli gegn banksterum heyjast ekki bara fyrir hefðbundnum dómstólum. Merkari eru málaferlin fyrir dómstóli götunnar. Þau voru fyrir löngu flutt og dómar upp kveðnir. Almenningur hefur úrskurðað bankstera seka um svindl og svínarí, dæmt þá „non grata“. Þeir megi fara til andskotans og ekki koma aftur. Lagatæknum bankstera líkar þetta stórilla. Eru enn að verja þá fyrir dómstóli götunnar. Segja jafnvel, að pupullinn pyndi bankstera. Ekki vegna merkra lögbrota, heldur vegna skattasniðgöngu, ferðalaga á svig við lög eða umboðssvika, semsagt vegna smotterís. Þess sem pupullinn kallar réttilega svindl og svínarí.