Smurt á farseðla

Punktar

Gamall vinur er sakaður um að hafa fólk að fífli. Mér brá, þegar Ryanair var sett á sakabekk. Ég hef oft flogið með því og verið ánægður með lág fargjöld. Nú segja menn, að það smyrji ýktum og upplognum upphæðum ofan á upphæðina, til dæmis ýktum vallargjöldum og ímynduðum ferðaþjónustugjöldum. Neytendaráðherra Evrópusambandsins hefur sett málið í rannsókn. Ryanair mótmælir sakargiftum, en skjölin segja sína sögu. Eðlilegast er auðvitað, að heimasíður flugfélaga gefi upp verðið, sem kúnninn á að borga. Það er almenna reglan í viðskiptum.