Var að fletta blaði um heilsu. Staðfesti enn einu sinni, að almannatengsl nútímans snúast um fölsun orða. Mannkynið hefur öldum og árþúsundum saman lifað við sölumenn snákaolíu á markaðstorgum. Þessi gamla snákaolía heitir núna fæðubótarefni. Fólk er látið kaupa efni á krukkum, því að hollur matur er ekki talinn fullnægjandi. Annað nýyrði er heilsufæði. Snýst um hundamat í glerkrukkum, meðan hefðbundinn hundamatur er venjulega í blikkdósum. Fólki er talin trú um, að samsull margvíslegrar snákaolíu í glerkrukkum sé allra meina bót. Íslendingar trúa þessu, enda óvenju auðtrúa og manna heimskastir.