Snarbilaðir menn

Punktar

Lífeyrissjóðirnir eru komnir í blindgötu í innlendum fjárfestingum. Innherjar og lykilstjórnendur í Högum sturtuðu hundruðum milljóna króna í hlutabréfum sínum í fyrra. Samt héldu lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög þeirra áfram að kaupa þar hlutabréf. Samt var fyrir löngu vitað, að Costco væri handan við hornið. Sams konar aðilar hafa keypt hlutabréf í ýmsum frægustu hallærisfyrirtækjum landsins. Til dæmis keyptu sjóðir nýlega hálfan milljarð í United Silicon, sem komið er í greiðslustöðvun og stefnir lóðbeint í gjaldþrot. Snarbilaðir menn, líklega á kókaíni, ráða stjórnlausri ferð á lífeyrissjóðum okkar og fjárfestingarfélögum þeirra.