Björn Bjarnason hóf umræðuna föstudaginn langa. Hallgrímur Thorsteinsson og Össur Skarphéðinsson gripu hana samdægurs. Guðmundur Magnússon og Egill Helgason héldu henni áfram laugardaginn. Hallgrímur og Pétur Tyrfingsson luku henni aðfaranótt sunnudagsins. Þeir ræddu ummæli Björn um vegvísi til Evrópu og um skiptingu pólitíkusa í göslara og masara. Ekkert dagblað komst nálægt umræðunni. Hún hófst og endaði án afskipta hefðbundinna fjölmiðla. Auðvelt var að fylgjast með henni á blogg.gattin.net. Vefurinn hefur mátað pappírinn í snörpum skoðanaskiptum. Málfundurinn hefur verið endurvakinn.