Sniðug útskiptaregla

Punktar

Lýðræði snýst ekki um góða stjórn. Lýðræði getur verið gróðrarstía þjóðrembu og stríðsæsinga, ofsókna og fjöldamorða. Lýðurinn er yfirleitt nautheimskur. Lýðræði er bara tæknileg aðferð við að skipta um stjórnendur án byltingar. Það hindrar, að ráðamenn frjósi í starfi. Skiptir þeim út. Ekki til að neitt lagist. Bara til að losna við gaurana, sem halda, að þeir eigi allt draslið. Hugarástand, sem flestir lenda í eftir langvinn völd. Því þarf með reglulegu millibili að losna við þá. Við þurftum að losna við Davíð og Bretar þurfa að losna við Brown. Lýðræði er sniðuga aðferðin við að koma slíku um kring.