Snjóplógur í stríð

Punktar

Frændur vorir Danir eiga í nokkrum erfiðleikum með að þykjast eiga þátt í hernámi Íraks. Dönsku hermennirnir eru ósáttir við að hafa fengið sendan snjóplóg að heiman og salt til að strá á frosnar brekkur. Ennfremur vita þeir ekki, hvað þeir eiga að gera við sláttuvélarnar, sem komu að heiman. Hins vegar vantaði bæði morfín í sjúkragögn og tjaldhælana. Hermennirnir fengu skotheld vesti af vitlausri stærð og herflutningabíla, sem komu af dönskum öskuhaugum. BBC segir, að Svend Aage Jensby stríðsmálaráðherra hafi lofað bót og betrun í Extrablaðinu.