Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eiga bágt. Eigendur flokksins grípa ítrekað fram fyrir hendur þeirra. 1. Um áramótin voru þau á siglingu til stuðnings við aðild að Evrópusambandinu. Höfðu þá fengið um það skýrslu flokksnefndar undir forsæti Vilhjálms Egilssonar. Skyndilega sneru þau við blaðinu og gerðust æfir Evrópuhatarar. 2. Undir kvöldmat í gær voru þau farin að styðja fyrirvara með ríkisábyrgð á IceSave. Eftir kvöldmat sneru þau við blaðinu. Í báðum tilvikum gerðist það sama. Flokkseigendur undir stjórn Davíðs og Björns Bjarnasonar gripu snöggt í taumana.