Snorri í Betel

Punktar

Sé Snorri í Betel hæfur kennari, á hann að fá að kenna í friði. Hið Opinbera verður sem einokunaraðili kennslu að fara varlega í að ritskoða það, sem fer fram í kennslustofum. Hitt er svo morgunljóst, að það kemur Akureyri ekki baun við, hvað Snorri skrifar í bloggi, fésbók, dagblaðasíðum. Hann er eins og við hin frjáls að sínum skoðunum, einnig vondum skoðunum. Menn selja „góða“ fólkinu ekki sál sína, þótt þeir selji færni sína í að kenna börnum óskyld fræði. Ótrúlegt er, að fólk á Akureyri og jafnvel víðar sé að eltast við Snorra í Betel út af prívatskoðunum á skjön við kórrétt kristnihald.