Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna, þótt fylgisaukning hans haldi ekki ríkisstjórninni á floti. Samstarfsflokkurinn tapaði of miklu fylgi. Bjarni Ben þarf að fylla í meirihluta á annan hátt, til dæmis með Vinstri grænum. Ekki dugir Viðreisn nema þriðji flokkurinn fylgi með. Snúið mál fyrir Bjarna. Píratar juku fylgi sitt verulega, en ekki nóg til að verða hinn turninn í pólitíkinni. Það fellur í hlut Vinstri grænna. Píratar geta varla haldið áfram aðdraganda stjórnarmyndunar, er hafinn var fyrir kosningar. Fjórflokkastjórn er úr sögunni, nema Viðreisn bætist við sem fimmti flokkur. Snúið mál fyrir Katrínu Jakobs.