Að ráði glærufræðinga opnaði borgin vinnurýmið í ráðhúsinu. Glærufræðingar telja slíkt skapa liðsheild og flæði, hindra einangrun, bæta samskipti og ég veit ekki hvað. Allt er það ósannað rugl. Veruleikinn er annar, fólk fór á taugum eins og venja er í opnu rými. Borgin fann á því lausn: Starfsfólk fékk eyrnahlífar, svo það þyrfti ekki að heyra hávaðann. Hávaðann í meintu flæði, liðsheild og samskiptum. Með miklum kostnaði er búið að fara hring í ferlinu. Búið að hlýða trúarsetningum glærufræðinga og síðan að koma í veg fyrir, að fólk þurfi að þola þær. Nýjasta dæmið um, að borgarstjórnin er dýr brandari.