Morten Bødskov, dómsmálaráðherra Dana, sagði af sér fyrir að hafa logið að þinginu. Hér dettur Sigmundi Davíð ekki í hug að taka afleiðingunum af að hafa logið skriflega að þinginu. „Gengur betur næst“ hugsar hann bara. Hann lýgur meira á góðum sunnudegi en öll danska stjórnin á heilu kjörtímabili. Í gær sallaði Landsbankinn niður ræðu hans í Hörpu um heimsmetið í upprisu millistéttar. Því miður er hér engin krafa samfélagsins um sannleika. Fólk veður fram í siðleysi. Í sjónvarpinu í gærkvöldi svaraði SDG engri spurningu fréttamanns á annan hátt en með útúrsnúningi og þvaðri um eitthvað annað.