Þótt verktakinn Impregilio við Kárahnjúka hafi slæmt orð á sér í þriðja heiminum, eru syndir hans smávægilegar í samanburði við langt syndaregistur eiganda fyrirhugaðrar álbræðslu á Reyðarfirði. DV hefur birt nokkra kafla úr hrikalegri framgöngu Alcoa gegn umhverfi og heilsu fólks. … Alcoa hefur hins vegar haft forustu í umhverfismengun, til dæmis í Texas, þar sem fyrirtækið hefur hvílt í faðmi Bush-forsetaættarinnar. Þar á það álver, sem spýr 100.000 tonnum á ári af eitri út í andrúmsloftið, það er að segja 5 kílóum á hvern íbúa ríkisins. Þetta hefur leitt til milljarðasekta. …