Sofandi amatörar

Punktar

Framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta hefur rekið á reiðanum í tvær vikur. Enginn virðist passa sjoppuna meðan hún er í fæðingarfríi. Forsetaefni getur aldrei verið i fríi af neinu tagi. Frumkvæði þarf að vera hjá kosningastjóra og ráðgjafanefnd. Ekki dugir að bíða eftir, að eitthvað gerist. Fréttir og skoðanir eru ekki lengur í hægum takti hefðbundinna fjölmiðla. Á vefnum er straumurinn sívirkur og þungur. Í senn þarf að hafa frumkvæði og getu til að mæta frávikum. Svo sem þegar Ólafur Ragnar þjófstartaði baráttu sinni. Síðan hefur framboð Þóru rekið á reiðanum. Þið þarna, rífið ykkur upp af rassinum.