Sofandi sauðir vakna

Punktar

Er einn þeirra, sem vilja færa vald frá alþingi og forseta til þjóðaratkvæðis fólksins. Styð stjórnarskrána, sem fjórflokkurinn hefur árum saman falið ofan í skúffu. Á sama tíma efast ég um getu meirihluta fólks til að taka mikilvægar ákvarðanir. Þetta er vissulega þverstætt, en ég get skýrt máli mitt. Getuleysi fólks stafar af langvinnri fjarlægð frá valdinu. Aðeins einn dag á fjögurra ára fresti hefur fólk einhverja til að hlusta á sig. Væri fólkið í stöðugri návist við stýritæki valdsins, mundi það öðlast ábyrgð og ábyrgðartilfinningu. Hefðum öðruvísi kjósendur en þá, sem hingað til létu smala sér sem sofandi sauðum.