Búningur þjónanna var fyrir rest eins slitinn og mublurnar á Mirabelle. Í Curzon Street 56 í Mayfair komst ég fyrst í kynni við klassíska matreiðslu franska fyrir rúmlega 40 árum. Man enn eftir aðalréttinum, turnbauta með gæsalifur, klassík úr Larousse. Fyrsta góða nautasteikin. Á næsta borði sat aldraður greifi með munnþurrkuna um hálsinn. Hann svaf allan tímann og var vakinn upp, þegar nýr réttur kom á borðið. Það var fyrir tíma nýja, franska eldhússins. Nú er þar lokað, Mirabelle er látin, andaðist í hárri elli. Ég er á aldur við greifann, sofna yfir matnum. Hvar er þá Mirabelle fyrir mig?