Með Héðinsfjarðargöngum er Siglufjörður kominn í þjóðbraut, klukkutíma frá Akureyri. Síldarbærinn hefur lítið stækkað frá veltiárunum, gömlu húsin eru enn á eyrinni, látlaus og fögur. Mun fallegri bær en Ólafsfjörður og Dalvík. Síldarsafnið er að fæðast í þremur húsum, eftir er að ganga frá skýringum í skipahúsi og vinnsluhúsi. Verður flott, þegar það er fullbúið. Þjóðlagasafn séra Bjarna er annað sérstætt safn, sem vert er að skoða. Einkum þó til að hlusta á stemmur. Veitingahús eru mörg, en lítt spennandi. Borðaði á Rauða kaffinu, því að þar var gott netsamband. En freðni þorskurinn þar var óætur.