Vísindakirkjan, Scientology, er sniðug aðferð til að kreista fé úr fólki. Menn verða að borga sig inn á átta æðri vitundastig til að fá aðgang að speki stofnandans, Lafayette Ronald Hubbard. Spekin felst í rugli um geimverur að hætti vísindaskáldsagna. Söfnuðurinn ræðst hart gegn hinum mörgu, sem hafa flúið hann, reynir að skrúfa fyrir þá. Vitleysingar á borð við John Travolta og Tom Cruise eru hátt skrifaðir í hópnum, sem telur Cruise vera Krist endurborinn. Af öllum söfnuðum heims er Vísindakirkjan tærasta dæmið um brask og svindl, misnotkun á fábjánum.